Sjómannadagshelgin

Sjómannadagshelgin

Dalvíkurbyggð sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjómannadaginn.

Á sunnudaginn hefst dagskrá klukkan 11:00 við Byggðasafnið Hvol. Þar verður pokahlaup, peysuboðhlaup, eggjaboðhlaup og óvæntar uppákomur.....?
Frítt verður inná safnið þennan dag. Nýr margmiðlunarbúnaður er nú kominn á safnið og vert að skoða hann ásamt því að örsýning verður á silfursmíðum úr byggðalaginu.

Sjómannadagsmessa verður klukkan 14:00 í Dalvíkurkirkju.

Hið árlega og rómaða kaffihlaðborð slysavarnadeildar kvenna hefst strax að lokinni messu, eða um kl. 15:00-17:00. Verð fyrir fullorðna er 1000.-, verð fyrir börn á grunnskólaaldri 500.- en frítt er fyrir yngri. Athugið að enginn posi er á staðnum! Komið og njótið góðra veitinga og styrkið gott málefni í leiðinni!

Markaðsdagur verður að Krossum á Árskógsströnd frá klukkan 13:00 - 17:00.

Sundlaug Dalvíkur verður opin frá klukkan 10:00 - 19:00.