Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir (Sjóak) á Hauganesi varð Íslandsmeistari í sjóstangveiði í kvennflokki í tólfta sinn, en síðasta mótið var haldið 21.-22. ágúst sl. á Siglufirði. Sigfríð hóf að keppa í sjóstangveiði fyrir 15 árum síðan og hefur á því tímabili tólf sinnum orðið Íslandsmeistari. Sigfríð Ósk varð jafnframt aflahæsti veiðimaður sumarsins.
Íslandsmeistari í karlaflokki varð Baldvin S. Baldvinsson (Sjóak)
Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum, sem eru Sjóstöngin.is, 66° Norður, Cintamani, Ellingsen og Vesturröst.
Helstu verðlaunahafar aðrir voru Bjarni Aðalsteinsson Sjónes sem veiddi stærsta fisk sumarsins, rúmlega 24 kg þorsk, Heimir Sverrisson Sjósigl, sem veiddi flestar tegundir eða 10 samtals.
Úrslitin réðust á móti Sjósigl á Siglufirði, en þetta var 20 ára afmælismót félagsins. Keppendur voru 50 talsins og veiddu þeir á 14 bátum. Aflahæsti karl var Baldvin S. Baldvinsson úr Sjóak. Í 2. sæti varð Sverrir S. Ólason Skjósigl og Pétur Sigurðsson Sjóak í 3. sæti. Aflahæsta konan varð Svala Júlía Ólafsdóttir úr Sjósigl, 2. sæti varð Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir og Sigríður Rögnvaldsdóttir Sjósigl varð í 3. sæti.
Stærsta fisk mótsins veiddi Jón Einarsson Sjósnæ, þorsk sem vó tæp 20 kg. Það veiddust samtals 8 tegundir og þar af ný tegund, Marhnýtill, sem ekki hefur veiðst á mótum Sjól áður. Veiðimaður var Hallgrímur Skarphéðinsson úr Sjósigl. Marhnýtillinn vó 10 gr.
Frétt fengin af www.dagur.net