Vinsamlegast athugið að vegna mistaka var röng tímasetning á jólatónleikum Sölku kvennakórs og Karlakórs Dalvíkur send út í viðburðadagatali fyrir jól og aðventu. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00, sunnudaginn 1. desember.
Salka kvennakór og Karlakór Dalvíkur munu halda sameiginlega jólatónleika í Dalvíkurkirkju 1. desember kl. 16:00.
Kórarnir syngja sín lög og svo syngja kórarnir saman. Páll Barna Szabo stjórnar báðum kórunum. Tónleikarnir verða mjög fjölbreyttir, nemendur úr Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar koma fram með kórunum. Einnig verður boðið upp á einsöng, dúett og píanóeinleik. Eftir tónleika er gestum boðið í aðventukaffihlaðborð í safnaðarheimilinu. Þetta er stórviðburður sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.
Þeir sem vilja tryggja sér miða geta haft samband við kórmeðlimi Sölku kvennakórs. Annars miðasala við innganginn, ekki posi á staðnum.