Þann 4. apríl síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starf þroskaþjálfa við fræðslusvið Dalvíkurbyggðar. Alls bárust fjórar umsóknir frá: Guðnýju Björk Hallgrímsdóttir, Hildi Birnu Jónsdóttur, Ástu Þorsteinsdóttur og Agnesi Ýr Sigurjónsdóttur.
Ásta Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin sem þroskaþjálfi við fræðslusvið og þá sérstaklega við grunnskóla sveitarfélagsins. Eykst þar með stöðuhlutfall þroskaþjálfa á fræðslusviði um 50% og er það út frá mikilli þörf og endurskipulagningu við grunnskólann.
Ásta er með B. A gráðu í þroskaþjálfun og hefur stundað nám til M.Ed gráðu í Þroskaþjálfafræðum við HÍ. Hún hefur mikla reynslu af starfi með börnum með fötlun. Ásta mun hefja störf 17. ágúst nk.