Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs á ferð um landshlutann - Vilt þú aðstoð?

Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs á ferð um landshlutann - Vilt þú aðstoð?

Dagana 25. -28. október ferðast ráðgjafar Uppbygginarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf. Tímarnir eru opnir en okkur þætti gott að vita af þér og fá yfirsýn yfir hversu margir mæta, því biðjum við þig um að skrá þig með nafni og velja staðsetningu. Þá verður allt skipulag skilvirkara. Aftur á móti þá fá hugmyndasmiðir stundum skyndihugdettur, við vitum það og því eru allir velkomnir þó svo viðkomandi hafi ekki skráð sig.

Skráningarhlekkur: https://forms.office.com/r/vYQTJam4UJ



Ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs eru almennt staðsettir á Akureyri og Húsavík og hægt að panta hjá þeim stað- eða fjarfundi:

  • Akureyri: Elva
  • Húsavík: Ari Páll og Hildur
  • Allt starfsfólk SSNE getur veitt ráðgjöf og er með starfsstöðvar Akureyri, Bakkafirði, Dalvík, Grímsey, Húsavík, Ólafsfirði, Raufarhöfn, Siglufirði

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans er lögð sérstök áhersla á verkefni er snúa að umhverfismálum.

Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrifin.

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 þann 17. nóvember næstkomandi.