Opinn fundur um heilbrigðismál

Lionsklúbburinn Sunna og Lionsklúbbur Dalvíkur bjóða bæjarbúum til opins fundar og umræðu um heilbrigðismál.
Fundurinn verður haldinn laugardaginn 16. febrúar nk. í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst hann kl. 14:00.


Jón Bjarni Þorsteinsson læknir og Lionsfélagi frá Reykjavík flytur erindin á fundinum.


1. Hvað er Lions og hver eru verkefni Lions tengd börnum og fullorðnum ?
2. Eru karlar þyngdar sinnar virði ?
3. Forvarnir og heilbrigðisþjónustan í dag. Framtíðarhorfur.
4. Umræður

Hvetjum bæjarbúa til að koma og hlusta á erindin og taka þátt í umræðum. Bjóðum uppá kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.