Frá opnun hlöðunnar á Dalvík.
Frá vinstri: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Dalvíkurbyggð,
Axel R. Eyþórsson, sérfræðingur í rafmagnsmálum hjá ON og
Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours
Ljósmynd: ON/Axel
Orka náttúrunnar hefur komið upp hlöðu á Dalvík í samstarfi við N1 og stendur hún við sjálfsafgreiðslu fyrirtækisins og aðstöðu hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours við Hafnarbraut.
Með þessu þéttist enn það net af hlöðum sem ON hefur komið upp á Norðurlandi. Fyrir eru hlöður við Staðarskál, á Blönduósi, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og við Mývatn.
Upplýsingar um allar hlöður ON er að finna í smáforritinu ON Hleðsla. Það er fáanlegt fyrir hvort tveggja Android síma og iPhone. Auk þess að sýna hvar hlöður er að finna sýnir appið leiðina að þeim, hvers lags hleðslubúnaður er í hverri hlöðu og hvort þær eru uppteknar.
Í hlöðunni við Hafnarbraut á Dalvík, sem tekin var í notkun sl. föstudag, eru tengi af gerðunum Type 1 og Type 2.
Það þýðir að búnaður er ekki til hraðhleðslu og ekki verður innheimt fyrir notkun á hlöðunni fyrst um sinn.