Ferðafélag Svarfdæla og Björgunarsveitin á Dalvík bjóða upp á fyrirlestur miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20 í sal Björgunarsveitarinnar við Gunnarsbraut.
Fyrirlesari er Haukur Ingi Jónasson sem hefur mjög víðtæka reynslu af útivist og fjallamennsku.
Í erindinu er fjallað um hvað einkennir náttúruupplifun fólks í íslenskri náttúru og það sett í samhengi við sálarfræði og geðheilbrigði. Víða verður komið við, kenningar útskýrðar og áhugaverð dæmi úr sögu og samtíð verða notuð til að skýra efnið.
Haukur Ingi Jónasson er lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og meðlimur í Ferðafélagi Íslands og í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.