Nausttimarit.is er gagnrýnið, skemmtilegt, fróðlegt og léttúðugt nýtt tímarit á netinu
Nausttimarit.is hefur þá sérstöðu að vera einungis gefið út á netinu og í nýju viðmóti. Það er frjálst og óháð. Að baki því standa engir auðmenn, bankar eða stjórnmálaöfl.
Naust mun fjalla um samfélagsmál í víðum skilningi þess orðs. Nafn tímaritsins er gamalt orð yfir skipalægi en það gæti líka verið stytting úr N-Austurland og vísar til þess að tímaritið er gefið út þar í sveit og frá þeim sjónarhól er litið yfir landið.
Fyrsta eintakið er ókeypis. Næstu 5 eintök eru seld saman í pakka á ótrúlegu verði: 1250 kr + vsk. Nausttimarit.is mun fyrst og fremst treysta á að áskrifendur veiti ritinu brautargengi og rekstrargrundvöll.
Efni ritsins er afar fjölbreytt:
Andrés Magnússon geðlæknir fjallar um “geðheilsu” góðærisbólunnar. Í hárbeittri grein gagnrýnir hann fjármálakerfið og fjármálamennina. Greinina reyndi hann að fá birta 2007 en þá mátti ekki tala svona. Nausttimari.is bregður einnig ljósi á manninn Andrés Magnússon
Aldrei aftur tekjuskattur!
Ríkisvaldið hefur, (óaðvitandi?) opnað launamönnum leið til að komast undan því að greiða tekjuskatt af launum sínum. Nausttimarit.is upplýsir um þessa leið og leitar samstarfs um að framkvæma hana. Lestu um þetta í “Kýrhausnum” bls. 47
Guðmundur Ólafsson lektor fer á “BAKIД Þar fjallar hann um þann sem “svælir og hramsar” í sig lífeyrissparnað landsmanna á sinn einsaka hátt.
Meðal annars efnis í Nausttimarit.is er:
Eru íslenski stjórnmálamenn “Ávallt óviðbúnir?” Er hér “sér íslenskt efnahagskerfi?” (bls. 7)
Á hvaða grunni byggja kínversku kommúnistarnir kröfu sína um yfirráð yfir Tíbet? (bls. 10)
Þrátt fyrir að vera best í heimi eru Íslendingar rakkaðir niður erlendis en þegar öllu er á botninn hvolft elskum við slæmt umtal. Nausttimarit.is sannar það. “Djöfullinn danskur” (bls. 15)
Allt að 60% hráolíuverðs er tilkomið vegna spákaupmennsku. Bandaríkjaþing reynir að koma böndum á skepnuna. Forseti Þýskalands hefur uppi stór orð. En hver skyldi nú vera duglegastur að græða á olíunni.? (bls. 16)
Er kominn tími á nýjan Gamla sáttmála? (bls. 18)
Bjargar kengúrufretur mengunarvandanum? (bls 20)
Krakkasíður: Fastur liður um krakkamenningu með sinn eigin ritstjóra Harald Örn Haraldsson 12 ára.
Menning listir: Ljóð og þýðingar Þorsteins Gylfasonar og geisladiskur djasssöngkonunnar Margott Kiis (bls. 36-37)
Landsliðið: Úrvalshópur þeirra næst-bestu. Fólk, dýr og fyrirbæri. Eina alvöru utandeildalandslið Íslands.
Íslandsbanki etv. Nýr banki. Einungis rekinn á síðum Nausts. Núna birtir hann gengisskráningu án fegrunaraðgerða. Mikilla tíðinda er að vænta af bankanum í næstu tölublöðum. (bls. 39)
Netútgáfum er stórlega mismunað í skattlegu tilliti. Þeim stóru er strokið á meðan Nausttimarit.is þarf að þola margfaldar álögur. Kemur á “óvart” ekki satt? (bls. 21)
Þetta og margt fleira á síðum www.nausttimarit.is.