Skólastarf í Dalvíkurbyggð fer vel af stað. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í skólamálum í sveitarfélaginu á árinu með tilheyrandi starfsmannabreytingum.
Nýr skóli, á gömlum merg, var settur í Árskógi þann 7. sept sl. eins og sagt var frá hér á heimasíðunni. Í Árskógarskóla eru 17 nemendur á leikskólaaldri og 25 á grunnskólaaldri. Nýir starfsmenn eru þar auk skólastjórans, Dalvíkíngsins Gunnþórs Gunnþórssonar, Brynhildur Kristinsdóttir grunnskólakennari frá Akureyri, Hanna Gerður Guðmundsdóttir leikskólakennari frá Sandgerði, Helga Snorradóttir grunnskólakennari frá Dalvík og Linda Geirdal Stefánsdóttir skólaliði frá Árskógssandi. Aðrir starfsmenn skólans koma frá fyrrum Leikbæ og Árskógarskóla.
Í Dalvíkurskóla eru 258 nemendur. Nýir starfsmenn eru Katla Ketilsdóttir leik- og grunnskólakennari og Kolbrún Einarsdóttir sem var leikskólakennari á Akureyri. Þær eru umsjónarkennarar í 1. bekk. Andrea Ragúels Víðisdóttir grunnskólakennari kemur heim frá Danmörku og er umsjónarkennari í 4. bekk ásamt Ernu Þóreyju Björnsdóttur sem kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi. Kristjana Arngrímsdóttir kennir tónmennt. Sigríður Gunnarsdóttir kemur aftur til starfa úr veikindaleyfi.
Í Tónlistarskólanum eru nemendur alls 95, ýmist í heilu eða hálfu námi. Ráðinn var nýr skólastjóri í sumar Ármann Einarsson. Auk hans koma þar ný til starfa þau Heimir Bjarni Ingimarsson sem kennir söng og Kristjana Arngrímsdóttir sem auk þess að kenna í Dalvíkurskóla kennir í forskóladeild skólans. Heimir kemur frá Akureyri þar sem hann hefur verið við söng og hljóðfæraleik frá unga aldri en Kristjana hefur verið áberandi í lista og menningarlífi sveitarfélagsins um árabil og er flestum vel kunnug.
Á Kátakoti er 61 nemandi og tveir nýir kennarar. Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari kemur frá Krílakoti og er núna hópstjóri á Mánakoti og Erla Hrönn Sigurðardóttir leikskólakennari kemur frá Akureyri og er hópstjóri á Sólkoti. Svo kom Harpa Rut Heimisdóttir deildarstjóri á Mánakoti úr fæðingarorlofi og
Kapitola Rán Jónsdóttir er leiðbeinandi á Mánakoti frá því í apríl sl.
Á Krílakoti eru 47 nemendur. Pálína Ósk Lárusdóttir er komin aftur til starfa og Lilja Rós Aradóttir var ráðin tímabundið úr afleysingum. Í sumar var sagt frá því að Anna Lauga Pálsdóttir tók við deildarstjórn á Hólakoti af Hildi Birnu Jónsdóttur sem nú er yfirþroskaþjálfi Skammtímavistunar.