Haust- og vetrardagarnir á Norðurlöndunum eru afskaplega stuttir. Hér áður fyrr, fyrir tíma sjónvarpsins og tölvunnar, var upplestsur og sagnalestur á myrkum vetrarkvöldum vinsæl og útbreidd hefð.
Þann 8. nóvember n.k. hefst Norræna bókasafnsvikan í 14. skipti með það fyrir augum að gæða norrænu sagnahefðina nýju lífi. Af þessu tilefni mun Bókasafnið standa fyrir upplestrum fyrir grunnskólabörn á Dalvík. Upplesturinn fer fram í salnum í Bergi alla morgna vikunnar og hefst hann kl. 9:00. Þar verður sagt frá töfrum Norðursins, sem er þema vikunnar.
Lesnir verða kaflar úr bókunum - Dóttir ávítarans eftir Lene Kaaberböl og Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.