Náttúrusetrið á Húsabakka var einn þeirra sjö aðila sem hlutu úthlutun úr Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar sem fram fór í Menningarhúsinu Bergi í gær. Styrkinn upp á 200 þúsund krónur hlaut Náttúrusetrið til að halda málþing um forna garða í Dalvíkurbyggð. Málþingið verður opið almenningi og er einkum hugsað sem kynning á þeim merku minjum sem garðarnir í Svarfaðardal eru og þeirri sögu sem þeir segja. Málþingið verður að öllum líkindum í byrjun nóvember. Kynntar verða niðurstöður aldursgreininga sem gerðar voru á görðunum nú síðsumars en Elín Ósk Hreiðarsdóttir jarðfræðingur stjórnaði því verki. Auk Elínar hafa framsögu á þinginu þeir Árni Einarsson sem rannsakað hefur garðakerfi í Þingeyjarsýslum og Árni Daníel Júlíusson sérfræðingur í landbúnaðardögu og e.t.v. fleiri.