Í Námsverinu á Dalvík er nú í vetur sem fyrr boðið uppá fjölbreytt úrval námskeiða. Haustdagskráin er að fara af stað, þegar er komin áhugaverð dagskrá fyrir haustönn 2010. Upplýsingar um framboð námskeiða er að finna á forsíðu dalvik.is, og á slóðinni http://www.dalvik.is/Stjornsysla/Fraedslu--og-menningarsvid/Skolar-i-Dalvikurbyggd/Namsver/
Grunnmenntaskólinn er einnig að fara af stað á Ólafsfirði, en tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki að takast á við ný verkefni. Upplýsingar um námskeiðin þar er einnig að finna á sama stað.
Frekari upplýsingar veitir Helgi Svavarsson, verkefnisstjóri, sími 865 7571 eða á netfanginu helgis@simey.is