Ágætu Eyfirðingar,
Nú er enn ein vorönnin að fara af stað og úrval sí- og endurmenntunarmöguleika slíkt að allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eitt af markmiðum SÍMEY er að gefa íbúum á svæðinu sem besta yfirsýn yfir þá símenntun sem þar er í boði og er þessi námskrá liður í að ná því markmiði.
Námskeiðin eru skráð í tímaröð en upplýsingar um þau öll má auk þess finna á heimasíðu SÍMEY
www.simey.is Einnig er hægt að smella hérna til að komast beint inn í námsskrána.
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar sem á kunna að verða og að næg þátttaka náist.
Flest námskeiðanna miðast við 10 manna lágmarksþátttöku og 15-20 manna hámarksþátttöku.
Verð á námskeiðunum kemur fram í hverri námskeiðslýsingu og gert ráð fyrir að námskeiðsgjaldið sé
greitt í fyrsta tíma nema annað sé tekið fram.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að efla sig með frekara námi, en eru kannski ekki vissir um hvar sé best að
byrja bendum við á þjónustu náms- og starfsráðgjafa miðstöðvarinnar en allir geta pantað viðtal sér að
kostnaðarlausu og fengið aðstoð við að fóta sig og ákveða næstu skref.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að veita fólki á öllum aldri upplýsingar um nám og störf og aðstoða
við að finna nám, sí- og endurmenntun og starfsvettvang við hæfi. Aðstoð við að meta stöðuna, áhuga
og hæfni og gera heildstæða áætlun um mögulegar leiðir.Góð hvatning sem getur haft úrslitaáhrif þegar
tekist er á við ný verkefni.
Með bestu kveðjum og von um kröftuga þátttöku í símenntun,
Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY
PS: Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og starfsmenntasjóðum!