Svarfaðardalshlaup Eimskips var hlaupið laugardaginn 16. júní og var boðið upp á tvær vegalengdir; Svarfaðardalshringinn, sem er 26 km, og 10 km hlaup. Hlaupið gekk í alla staði vel og var gerður góður rómur að hlaupaleiðinni og skipulagi hlaupsins. Stefnt er að því að hlaupið verði árlegur viðburður.
Svarfaðardalshringinn hljóp 21 hlaupari og voru tímar þriggja efstu í karla- og kvennaflokki sem hér segir:
1. Þorbergur Ingi Jónsson 01:30:36
2. Helgi Júlíusson 01:40:50
3. Trausti Hannesson 02:01:43
1. Rannveig Oddsdóttir 01:51:16
2. Sigríður Einarsdóttir 01:59:08
3. Sigrún Björk Sigurðardóttir 02:03:18
Í 10 km hlaupinu tóku þátt 19 hlauparar. Tímar þriggja efstu í karla- og kvennaflokki voru eftirfaraandi:
1. Gunnar Atli Fríðuson 00:42:49
2. Sævar Helgason 00:42:58
3. Steingrímur Hannesson 00:44:42
1. Sonja Sif Jóhannsdóttir 00:44:44
2. Andrea Ösp Karlsdóttir 00:49:31
3. Rakel Friðriksdóttir 00:51:42
Takmarkið er að Svarfaðardalshlaupið verði áfram án endurgjalds. En til þess þarf stuðning úr öllum áttum. Skipuleggjendur hlaupsins vilja færa öllum þeim íbúum í Dalvíkurbyggð sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd hlaupsins alúðarþakkir fyrir þeirra hlut. Sérstakar þakkir fá hlauparanir fyrir þátttökuna og Eimskip, aðalstyrktaraðili hlaupsins, fyrir stuðninginn. Einnig fær Ölgerðin, Dalvíkurbyggð og Ferðaþjónustan Vegamótum miklar og góðar þakkir fyrir stuðninginn sem og tímatökumenn úr Skíðafélagi Akureyrar.