Menntastoðir

Menntastoðir er leiðin til að komast inn á Háskólabrú Keilis.

Menntastoðir staðnám
Staðnám Menntastoða hefst miðvikudaginn 12. janúar 2011. Staðnámið er tæplega 6 mánaða langt nám og lýkur með
útskrift í júní 2011. Kennt er alla virka daga frá klukkan 08:30 til 15:00. Fyrstu tvær vikurnar verður farið í upprifjun á
stærðfræði og kennslu í námstækni og tölvu- og upplýsingatækni. Um er að ræða stíft nám í tæpar 19 vikur þar sem
krafist er mætingarskyldu í tíma og skipulagðrar vinnu við verkefnaskil og ritgerðir.
Skráning fer fram á www.simey.is og lýkur skráningu 5. janúar 2011


Menntastoðir kvöldnám
Menntastoðir kvöldnám hefst fimmtudaginn 13. janúar. Námið fer þannig fram að kennt er tvisvar sinnum í viku og einn
til tvo laugardaga í mánuði. Kennt verður frá klukkan 19:00-22:00 á mánudögum og fimmtudögum og laugardaga frá
klukkan 09:00-17:00. Krafist er mætingarskyldu í tíma og skipulagðrar vinnu við verkefnaskil og ritgerðir. Námið hefst
13. janúar 2011 og lýkur vorið 2012 með útskrift (námið fer fram á 18 mánaða tímabili).
Skráning fer fram á www.simey.is og lýkur skráningu 5. janúar 2011

Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 460 5720 og á www.simey.is

Um Menntastoðir

Auglýsing - vor