Nú á dögunum voru menningarfulltrúar sveitarfélaganna á starfssvæði Eyþings á ferð í Dalvíkurbyggð ásamt menningarfulltrúa Eyþings Ragnheiði Jónu. Heimsóknin er liður í yfirferð menningarfulltrúanna um starfssvæði Eyþings til að kynnast þeim verkefnum unnið er að innan viðkomandi svæða. Markmið heimsóknanna er að efla samstarf og samvinnu á milli menningarfulltrúanna. Farið var í heimsókn á Bókasafnið, Menningarhúsið, Byggðasafnið Hvol, til Fiskidagsins mikla, Ungó, Húsabakka og fram í Skeið. Gestir voru mjög ánægðir með heimsóknina og fannst mikil gróska í menningarlífi Dalvíkurbyggðar þrátt fyrir að hafa aðeins séð brota brot af því starfi sem hér fer fram.