Friðrik V. yfirkokkur hátíðarinnar og Arnrún Magnúsdóttir aðstoðarkokkur - Mynd: Bjarni Eiríksson
Matseðill Fiskidagsins 2019 er áhugaverður að vanda, Friðrik V. er yfirkokkur og lagði línurnar að góðum matseðli ásamt sínu fólki. Þar má að sjálfsögðu finna gamla og góða rétti þar má nefna síld og rúgbrauð , filsurnar sem eru fiskipylsur í brauði, harðfisk og íslenskt smjör, fersku rækjurnar og fiskborgarana þar sem að öflug grillsveit grillar en líkt og á síðasta ári sameinast árgangur 1966 sem hefur staðið vaktina í mörg ár árgangi 1965. Allir drykkir á hátíðinni eru í boði Egils Appelsín. Sushi Corner á Akureyri mætir aftur til okkar eftir að hafa slegið í gegn í fyrra.
Fiskurinn á grillunum er með nýju sniði, bleikja í Pang Gang sósu og þorskur í karamellu og mangósósu. Á bás Friðrik V. verður í boði líkt og á síðasta ári Hríseyjarhvannargrafin bleikja og nýjung á þessum bás verða steiktar gellur. Akureyri FISH og Reykjavík FISH koma með Fish and chips, það verður sérbas með Indversku rækjusalati í boði Dögunar. NINGS fjölskyldan mætir með risasúpupottinn þar sem að boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu, Aðstoðarkokkur Fiskidagsins mikla Addi Yellow stýrir sasimistöðinni þar sem að langreyður frá Hval h.f og bleikja verða í boði. Grímur Kokkur mætir sjóðandi heitur eftir árshlé með plokkfiskinn góða og ostafylltar fiskibollur, það sama er uppá teningnum hjá Moorthy og fjölsyldu í Indian Curry House á Akureyri þau mæta til baka eftir árshlé með Taandoori bleikju og Naan brauð. Kaffibrennslan býður uppá besta kaffið eða svartan Rúbín, Íspinnarnir frá Samhentum Umbúðamiðlun vinum Fiskidagsins mikla númer 1. klikka aldrei, Samherji býður uppá sælgæti og merki dagsins.
Matseðillinn í tölum
Tölulegar staðreyndur um matseðilinn á Fiskidaginn mikla. 1200 lítra súpupottur, um 10 tonn af fiski, 8000 lítrar af drykkjum, 50.000 servíettur, 300 sjálfboðaliðar, 8 metra langt grill með 20 brennurum, og pizzan sem er annaðhvert ár 120 “ hver pizza og sett inn í ofn með gaffallyftara í hverri pizzu eru 640 sneiðar og milli kl 11 og 17 náum við að baka tæplega 20 stk. Yfir daginn eru þetta á milli 130.000 matarskammtar.
Yfirkokkur: Friðrik V. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Arnrún Magnúsdóttir
Allt brauð er í boði Kristjáns bakarís
Allir drykkir í boði Egils Appelsín.
Allt meðlæti: Olíur, kryddlögur, krydd, sósur (Felix) og grænmeti er í boði Ásbjörns Ólafssonar
Allur fiskur í boði Samherja nema að annað sé tekið fram
Allur flutningur í boði Samskipa
Gas á grillin í boði Olís
Á grillstöðvum Fjörfisks, Marúlfs, Reynis, Hrings og Hamars
Fersk bleikja í Asískri Pang Gang sósu
Ferskur þorskur í karamellu og mangó marineringu
Brauðbollur og drykkir
Langgrillið: 8 metra gasgrill. ´65 og ´66 árgangarnir grilla
Fiskborgarar í brauði með Felix hvítlaukssósu.
Rækjusalatsstöð. Foreldrar og börn í yngri flokkum knattspyrnudeildarinnar
Indverskt rækjusalat. Dögun.
Sasimistöð – Sasimistjórar Addi Jelló og Ingvar Páll
Langreyður frá Hval h.f. og bleikja.
Rækjustöð: Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar.
Nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósa.
NINGS stöð: Stærsti súpupottur Íslands. Bjarni á Völlum, ættingjar og vinir
Bleikju og rækjusúpa með austurlensku ívafi.
Sushistöð. Sushi Corner gengið frá Akureyri
Sushi eins og það gerist best.
Grímsstöð. Grímur kokkur ásamt fjölskyldu og vinum.
Plokkfiskurinn góði og ostafylltar fiskibollur.
Moorthy og fjölskylda í Indian Curry House á Akureyri
Bleikja Taandoori og Naan brauð
Friðrik V. Stöð - Hrísiðn
Steiktar léttsaltaðar gellur
Hríseyjarhvannargrafin bleikja, með graflaxsósu og ristuðu brauði
Fish and chips stöð. Akureyri Fish og Reykjavík Fish.
Fish and chips.
Filsustöð - Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur.
Filsur með völdum sósum í filsubrauði. Kjarnafæði
Harðfisksstöð: Salka Fiskmiðlun.
Harðfiskur og íslenskt smjör
Síldar- og rúgbrauðstöð
Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri. Samherji og bestu rúgbrauðsbakarar landsins.
Kaffistöð: Kaffibrennslan á Akureyri
Rúbín kaffi – Besta kaffið.
Íspinnastöð: Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa íspinna
Samhentir umbúðamiðlun hafa verið með okkur frá upphafi.