Markaðsdagur á Krossum

Markaðsdagur á Krossum

Í gær var markaðsdagur í Dýragarðinum á Krossum. Mikill fjöldi gesta mætti á svæðið og átti þar góðan dag. Elvar Antonsson dreifði karamellum úr flugvél sinn og vakti það mikla lukku hjá yngri kynslóðinni. Búið er að setja upp leikkastala sem er góð viðbót í afþreyingu fyrir þau yngstu. Áætlað er að um 300 manns hafi mætt í Dýragarðinn þennan sólríka sunnudag.
Frétt fengin af nýrri heimasíðu www.arskogsstrond.is
Síðan er samstarfsverkefni afþreyingarfyrirtækja á Árskógsströnd.