30. nóvember mun Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi koma og fræða nemendur Grunnskóla Dalvíkurbyggðar um hættur áfengis og fíkniefna. Fræðsla hans er rótgróin og hentar afar vel fyrir unglinga. Magnús mun fara inn í 8. - 10. bekk um morguninn en um kvöldið munum við halda foreldrafund í Vikurröst. Þar mun Magnús fræða þau sem eldri eru um hætturnar sem þessu fylgja og hvernig foreldrar geti nálgast börnin sín.
Einnig mun Maggi, verkefnisstjóri félagsmiðstöðvarinnar, kynna ferð á Samféshátíðina sem verður haldin í mars á næsta ári. Félagsmiðstöðin fær takmarkaða miða og er mikilvægt að foreldrar þeirra barna sem vilja fara á hátíðina mæti á Marita-fræðsluna og fái kynningarbréf með upplýsingum. Foreldrafundurinn hefst klukkan 19:30.