Marel opnar þjónustuskrifstofu á Dalvík

Marel opnaði þjónustuskrifstofu á Dalvík föstudaginn 29. júní síðastliðinn, skrifstofan opnaði sama dag og 20 ára skráningarafmælis Marel í Kauphöll Íslands var fagnað. Skrifstofan er á þriðju hæð í ,,kaupfélagshúsinu" við Hafnartorg.


Starfsmenn á Dalvík verða Ari Baldursson og Haukur Arnar Gunnarsson og munu þeir sjá um að þjóna fjölmörgum viðskiptavinum Marel á Norður- og Austurlandi. Opnun skrifstofu í sjávarútvegsbænum Dalvík hefur tilvísun í upphafsár Marel, þegar meginverkefnið var þróun á rafrænum vigtunarbúnaði fyrir sjávarútveginn hér á landi, en starfsmenn Marel hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf við fiskvinnslufólk á Dalvík um þróun þess búnaðar sem fyrirtækið framleiðir fyrir matvælavinnslu og selur nú um allan heim.