Ljósmyndanámskeið

Félagsmiðstöðin Pleizið og Grunnskóli Dalvíkurbyggðar standa fyrir ljósmyndanámskeiði fyrir ungt fólk á aldrinum 13 – 18 ára. Námskeiðið fer fram í sal Dalvíkurskóla miðvikudagskvöldið 19. nóvember n.k. og hefst kl. 19:30. Leiðbeinandi er Finnbogi Marinósson frá Dagsljósi á Akureyri. Meðal atriða sem farið verður í og snerta stafræna ljósmyndun eru: stillingar á vél t.d. ljósop, hraði og upplausn mynda, myndbygging,
útfærslur á myndatökum og mikilvægi mynda, einnig verður fjallað um geymslu gagna og flokkun.

ÞÁTTTAKA Á NÁMSKEIÐINU ER ÓKEYPIS!

Í kjölfar námskeiðsins tekur við verkefnið “Jólin í þá daga. En hvernig núna?” sem gengur út á að mynda upp á nýtt gamla jólaljósmynd
og færa hana til nútímans. Í lok verkefnisins verður sett upp sýning með verkum þátttakenda og nokkrar myndir fá heiðurssess á ljósmyndastöndum utandyra á Dalvík.
Skráning í tölvupósti á netfangið bjarni@dalvik.is eða í síma 460-4900 til hádegis á miðvikudag, 17. nóvember.
Frekari upplýsingar gefur Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar, tölvupóstur bjarni@dalvik.is  eða í símum 460-4913/896-3133).

Þessi verkefni eru styrkt af Menningarráði Eyþings.

Félagsmiðstöðin Pleizið
Grunnskóli Dalvíkurbyggðar - nemendafélag