Það má með sanni segja að mikið verði um að vera í Bergi á laugardaginn næsta, 30. apríl.
Klukkan 14:00 opnar ljósmyndasýningin Himinn og jörð en þar sýnir Lára Stefánsdóttir ljósmyndir sýnar. Segja má að þessi ljósmyndasería sé óður til himins og jarðar en á sama tíma áminning um að þau viðfangsefni sem virðast okkur stór í núinu eru ef til vill smá þegar við fjarlægjumst þau.
Klukkan 16:30 sama dag heldur svo Karlakór Dalvíkur tónleikana Svardælasaga í tali og tónum en um er að ræða dagskrá sem flutt var á Svarfdælskum marsi í fyrra. Verkið vakti mikla athygli þá, ekki síst óhefðbundinn slagverksleikur kórsins sem býr lögum Guðmundar Óla við ljóðin úr Svarfdælasögu kraftmikla umgjörð. Söguþráðurinn sem rekinn er bindur verkið saman svo úr verður einstæð klukkutímalöng dagskrá sótt í Svarfdælskan menningarbrunn. Það mun einsdæmi að efni Íslendingasagna sé sett fram með þessum hætti.
Kaffihúsið verður opið og allir hvattir til að taka daginn frá og gera sér glaðan dag í Bergi.