Laust til umsóknar - Verkefnastjóri á tæknideild Framkvæmdasviðs

Laust til umsóknar - Verkefnastjóri á tæknideild Framkvæmdasviðs

Dalvíkurbyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum aðila í 100% starf verkefnastjóra á tæknideild Framkvæmdasviðs.
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni þar sem reynir á hugmyndaauðgi og útsjónarsemi auk þess mun viðkomandi taka virkan þátt í mótun starfsins.

Næsti yfirmaður verkefnastjóra er sviðsstjóri Framkvæmdasviðs.

Helstu verkefni

  • Eftirfylgni og umsjón með skipulags- og byggingarmálum og mannvirkjagerð.
  • Söfnun og miðlun gagna í skipulags- og byggingamálum.
  • Þátttaka í stefnumótun í málaflokki skipulags- og byggingarmála og annast framkvæmd þeirra mála.
  • Umsjón með landbúnaðarmálum, lóðum, lendum og dýrahaldi.
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla á sviði skipulags- og byggingamála er kostur.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu eða sambærilegu er kostur.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.


Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2022.

 
Sækja skal um á www.mognum.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.

Dalvíkurbyggð er blómlegt sveitarfélag við Eyjafjörð með öflugu atvinnu- og menningarlífi. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með metnaðarfullum grunn-, leik-, og tónlistarskólum. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.