Laust til umsóknar - Leikskólakennari í Árskógarskóla

Laust til umsóknar - Leikskólakennari í Árskógarskóla

Árskógarskóli auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf frá og með 20. apríl 2022. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.

Leikskólakennari, menntun og hæfni:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
  • Starfsreynsla á leikskólastigi æskileg
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð færni í mannlegum samskipum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra
  • Góð íslenskukunnáttu æskileg

Umsóknarfrestur er til 16. apríl 2022.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli

Frekari upplýsingar veita Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is og Hjördís Jóna Bóasdóttir, deildarstjóri í síma 460 4970 eða í netpósti jona@dalvikurbyggd.is.

Árskógarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með 12 börn á leikskólastigi og 26 nemendur í 1. – 7. bekk. Í skólanum er samkennsla í tveimur umsjónarhópum og mikið samstarf við leikskólann. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskólar og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.