Laust starf í Árskógarskóla

Við erum að leita að leikskólakennara/uppeldismenntuðum einstaklingi í 60-80% starf frá 1. maí eða sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2016

Árskógarskóli er heildstæður leik- og grunnskóli í Dalvíkurbyggð sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 35 börn frá 9 mánaða aldri til og með 7. bekk grunnskóla. Hér starfar skemmtilegt fólk í 8 stöðugildum. Skólinn vinnur með hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, við erum Grænfánaskóli, vinnum í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtum allt umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfið
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
• Hefur virðingu, jákvæðni, metnað, gleði og umhyggju að leiðarljósi
• Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í skólastarfi
• Hreint sakavottorð

Allar nánari upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460-4971, 699-1303 eða gunnthore@dalvikurbyggd.is

Heimasíða skólans: http://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.