Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf á Byggðasafninu Hvoli. Um er að ræða almennt starf.
Opnunartími/vinnutími er eftirfarandi:
Sumaropnun til og með 31. ágúst frá kl. 11:00 - 18:00 alla daga vikunnar.
Vetraropnun er á laugardögum frá 1. september til 30. nóvember frá kl. 14:00 - 17:00. Lokað er í desember.
Starfssvið:
- Starfsmaður er ábyrgur fyrir opnun og lokun safnsins og þjónustu við viðskiptavini
- Almenn þrif
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri
- Tungumálakunnátta er nauðsynleg – enska
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þægilegt viðmót
- Frumkvæði, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af afgreiðslustörfum er kostur
- Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst n.k. Umsóknum er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal senda á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is, merkt „Atvinnuumsókn 2018 – Byggðasafnið Hvoll“
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Frekari upplýsingar veitir Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í síma 853-1968.