Laus er til umsóknar staða skólastjóra Dalvíkurskóla

Laus er til umsóknar staða skólastjóra Dalvíkurskóla
Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn flaggar Grænfána og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið byggist á teymisvinnu og að nám og kennsla sé ávallt einstaklingsmiðað með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með samstöðu, jákvæðni og árangur að leiðarljósi.
 

Starfssvið:

-          Að veita skólanum faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu Dalvíkurbyggðar, Aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla

-          Að stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans

-          Að bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

-          Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi er skilyrði

-          Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntunarfræða er kostur

-          Þekking á áætlanagerð, fjármálastjórnun og stefnumótunarvinnu er kostur

-          Reynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu menntastofnana er kostur

-          Frumkvæði, leiðtogahæfni og góðir skipulagshæfileikar

-          Framúrskarandi færni í samskiptum

-          Góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum og er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar eru með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Dalvíkurbyggð er heilsueflandi samfélag. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað sinn í að veita íbúum góða þjónustu

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2019  

 

Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, netfang gisli@dalvikurbyggd.is eða í símum 4604916 og 8631329. Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skal sent á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is.