Kynningarfundur um mæla Hitaveitu Dalvíkur

Miðvikudaginn 26. febrúar næstkomandi kl. 16:30 í Bergi menningarhúsi verður haldinn kynningarfundur um mæla Hitaveitu Dalvíkur.

Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um nýja mæla Hitaveitu Dalvíkur og afleiðingar mælaskipta. Veitustjóri hefur tvisvar sett fréttatilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins til að skýra mál, þann 9. janúar og 12. febrúar. Til þess að bregðast við spurningum og til að kynna nýja mæla verður haldinn kynningarfundur í Bergi miðvikudaginn 26. febrúar kl. 16.30.


1. Þorsteinn Björnsson, veitustjóri, kynnir aðdraganda og stöðu mælaskipta.
2. Hallgrímur Hallgrímsson, sviðstjóri orkusviðs Frumherja fjallar um mælana og virkni þeirra.
3. Almennar umræður og fyrirspurnir


Fundarstjóri: Svanfríður Jónasdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð