Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er sunnudaginn 8. mars. Af því tilefni standa Jafnréttisstofa og Akureyrarakademían fyrir leiklestri á Skugga-Björgu í Deiglunni þann dag og Jafnréttisstofa býður jafnframt til hádegisfundar um stöðu kvenna í stjórnmálum mánudaginn 9. mars.
Skugga-Björg í Deiglunni
Akureyrarakademían og Jafnréttisstofa standa fyrir leiklestrinum Skugga-Björg, kynbreyttum Skugga-Sveini í Deiglunni sunnudaginn 8. mars kl. 20:00.
Bjargirnar leiklesa verkið en þær eru hópur kvenna úr Dalvíkurbyggð sem kemur nú fram í annað sinn með þetta verk. Þær hafa flutt leiklesturinn á Dalvík við mjög góðar undirtektir.
Húsið verður opnað kl. 19:40 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Hádegisfundur á Hótel KEA- Jafnrétti árið 2050?
Jafnréttisstofa stendur fyrir hádegisfundi á Hótel KEA mánudaginn 9. mars kl. 12:00-13:15.
Efni fundarins er staða og tækifæri kvenna í stjórnmálum á Íslandi, en hlutfall kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum hefur lengi staðið í stað og því þörf á að ræða hvernig úr því má bæta.
Á meðal fyrirlesara eru Valgerður Sverrisdóttir, alþingiskona, Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri. Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu sér um fundarstjórn og er fundurinn öllum opinn.