Varðandi fréttar í DB blaðinu 28. júní um samanburð á launum í Vinnuskólanum í Dalvíkurbyggð og nágrannasveitarfélögunum, langar mig að það komi fram að Dalvíkurbyggð er að borga jafnari laun fyrir unglinga 14-16 ára þar sem þau eru að vinna saman í hóp og í sömu verkefnum. Einnig eru laun 14 og 15 ára hjá Dalvíkurbyggð hærri en hjá tveimur öðrum sveitarfélögum í nágrenninu. Þá eru 15 og 16 ára unglingar í vinnu allan daginn mest allt sumarið í Dalvíkurbyggð og 14 ára hálfan dag í 6 vikur.
Forstöðumenn Vinnuskóla á landinu hittast tvisvar á ári og bera saman bækur sínar, flestir eru af suðvesturlandi en einhverjir utan af landi. Þar eru meðal annars laun borin saman og síðustu ár hafa allir verið sammála um að eðlilegast væri að laun þessa hóps unglinga væru sem jöfnust. Á landsvísu hefur Dalvíkurbyggð ásamt Seltjarnarnesi verið í hærri kantinum með laun Vinnuskólanns og því hefur ekki verið hugað að því að hækka þau síðustu 2 ár. Í samanburði á launum unglinga í Reykjavík og Garðabæ er Garðabær með hærri laun en Reykjavík en Dalvíkurbyggð er þar mitt á milli.
Laun Vinnuskólans í Dalvíkurbyggð eru í eðlilegum farvegi miðað við önnur sveitarfélög á landinu. Minni sveitarfélög í nágrenninu hafa hins vegar kosið að borga 16 ára unglingum töluvert hærra tímakaup en 14 og 15 ára.
Jón Arnar Sverrisson
Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskólans í Dalvíkurbyggð.