Hefur þú knúsað í dag ?
Knúsum okkur í gegnum ástandið.
Þegar staðan á íslandinu okkar er eins og hún er er afar mikilvægt að við stöndum öll saman, sýnum nærgætni, og látum ekki svartsýni og pirring ná tökum á okkur. Það þurfa allir að hugsa vel um sig, gæta þess að fá nægan svefn og velta sér ekki of mikið uppúr fréttum hvers dags (Gott að skammta sér ákveðið magn á dag) En það er ekki síður mikilvægara að við hugum að öðrum og séum vakandi yfir vinum, kunningjum, ættingjum okkar og samferðafólki, við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta og vera til staðar. Að mínu mati er eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að knúsast, gott faðmlag er það sem að allir þurfa á að halda og sanniði til að þeir sem fá nóg af knúsi eru ríkir og eru tilbúnari fyrir lífið og verkefni dagsins.
Það að koma á þessari Knúsviku þar sem að hvatt er til einstaklings og hópknúss á hverjum degi í eina viku er framlag kærleiksvefsins vegna stöðunnar í landinu okkar. Látum knús ganga og hefjum nýja byrjun í okkar frábæra landi áfram Ísland og í lok vikunnar er það knúsaðasta land í heimi.
Bros og knús í hvert hús
Sendu þessa síðu á eins marga og þú getur og hjálpaðu til við að gera knúsvikuna að veruleika og að allir á íslandi fái mikið af knúsi þessa daga, það þurfa allir á því að halda núna - knús skiptir máli - knúsumst.
Júl.Júl - www.julli.is