Hið íslenska bókmenntafélag gefur nú út 9. og 10. bindi af ritröðinni Kirkjur Íslands og eru þau að þessu sinni helguð friðuðum kirkjum í Eyjafjarðarprófastdæmi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. Í ritverkinu eru tvö megin umfjöllunarefni, annars vegar kirkjan sjálf, byggingarlist hennar og saga og hins vegar kirkjugripir og minningamörk. Það er Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, safnstjóri Byggðarsafnsins á Dalvík, sem lýsir gripum og áhöldum Vallarkirkju og Urðarkirkju og Sigríður Hafstað sem lýsir gripum og áhöldum Tjarnarkirkju. Þessar þrjár kirkjur úr Dalvíkurbyggð eru meðal þeirra sem fjallað er um í ritröðinni. Bókina má brátt fá keypta á Byggðasafninu. Að útgáfunni standa Þjóðminjasafn, Húsfriðunarnefnd, Fornleifanefnd, Biskupsstofa, Minjasafnið á Akureyri og Byggðasafnið Hvöll á Dalvík.