Jónsmessubál og galdraganga

Hið árlega jónsmessubál á vegum Ferðatrölla verður kynt við Tungurétt laugardagskveldir 21. júní nk. Ferðafélag Svarfdæla efnir til gönguferðar frá Melum kl. 20:00 með leiðsögn Svönu Halldórsdóttur á Melum. Farið verður á Melaeyrar þar sem talið er að Jón Rögnvaldsson hafi verið brenndur árið 1625. Þaðan verður gengið sem leið liggur yfir Tungurnar, að Tungurétt og er áætlað að komaþangað kl. 22:00.
Hestamannafélagið Hringur stendur fyrir hópreið frá Hringsholti kl 20.30. Áætlað er að kveikja í bálkestinum kl. 22:00. Þar gefst krökkunum kostur á að grilla eða baka sér snúbrauð yfir eldinum, Leikfélag Dalvíkur flytur sviðsetta frásögn af fyrstu galdrabrennunni, sungnir verða fjölda-söngvar og Kvennfélagið selur kaffi og kakó með viðbiti í Tunguseli. Ferðatröll vonast til að sjá sem allra flesta á Tungunum þetta kvöld að fagna jónsmessu og faðmi Svarfdælskra fjalla.