Á leikskólanum Leikbæ í Árskógi hefur margt skemmtilegt verið gert til að undirbúa jólin.
Foreldrafélagið færði leikskólanum piparkökuhús sem foreldrar höfðu bakað og skreytt. Hefð er fyrir því að foreldrafélagið baki piparkökur og piparkökuhús sem eru seld í fjáröflunarskyni.
Elsta árganginum okkar var boðið í Syðri Haga til Ármanns og völdu þau jólatré sem þau söguðu niður. Jólatréð er gjöf til Leikskólans sem sett er upp á leikskólalóðina og skreytt. Börnin skreyttu einnig leikskólann, bökuðu piparkökur og máluðu þær síðan.
Farið var í aðventuheimsókn upp í kirkju þar sem Hulda Hrönn tók á móti börnunum og margt fleira skemmtilegt gert.