Jólagjöf til starfsmanna Dalvíkurbyggðar

Á síðastliðnu ári var farin sú leið að gefa starfsmönnun Dalvíkurbyggðar gjafabréf í jólagjöf frá Dalvíkurbyggð en þau var hægt að nota hjá ýmsum verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Þar sem almenn ánægja ríkti með þetta fyrirkomulag hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn.


Hér með auglýsir Dalvíkurbyggð eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Dalvíkurbyggð sem hafa áhuga á því að skrá sig og vera með í að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf starfsmanna sveitarfélagsins. Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Dalvíkurbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Dalvíkurbyggðar gegn framvísun gjafabréfsins.


Gert er ráð fyrir að gjafabréfin verði hægt að nota frá 3. desember 2012 til og með 15. janúar 2013


Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að viðkomandi fyrirtæki sé starfandi og skráð í Dalvíkurbyggð.


Skráningarfrestur er til 28. nóvember. Skráning fer fram á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is  

Nánari upplýsingar gefur Margrét í síma 460 4908.