Jól í heimabyggð

Nú líður senn að jólum og eru margir í nærumhverfi okkar sem gætu þegið
aðstoð þína við að halda gleðileg jól. Um er að ræða samstarfsverkefni
Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, Lionsklúbbsins Sunnu og Samkaups Úrvals
á Dalvík og langar okkur að biðla til ykkar íbúa Dalvíkurbyggðar
um þátttöku sem felur í sér að færa jólagjöf undir jólatré sem verður
staðsett í Samkaupi Úrval fram til 19. desember. Gjafirnar þarf að merkja
viðtakanda, þ.e. fyrir hvaða aldur, strák eða stelpu (t.d. strákur 6 – 8 ára)
eða jafnvel hvort um er að ræða gjöf handa fjölskyldu. Ekki erum við að biðja
um dýrar jólagjafir, heldur gjafir sem munu gleðja viðtakanda, t.d. konfekt
fyrir fjölskylduna, vettlinga, jólaskraut, heimabakaðar jólasmákökur o.s.frv.
Mun svo Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar sjá um útdeilingu gjafanna. 

Sýnum í verki styrk okkar, hugulsemi um náungann og sjáum til þess að allir geti átt gleðileg jól.
Við vonum að þú íbúi góður sjáir þér fært um að taka þátt í þessu fallega samstarfsverkefni okkar.
Með fyrirfram þökkum og óskir um gleðileg jól.

Auglýsing