Stjórnendur íþróttaskóla barnanna langar að þakka þeim sem tóku þátt í námskeiðinu fyrir samveruna nú í haust. Það var fjölmennt í íþróttahúsinu á laugardagsmorgnum og aldrei hafa jafn mörg börn tekið þátt. Þar mátti sjá foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur og frænda styðja við börnin við að efla hreyfigetu sína og læra á líkama sinn. Í íþróttaskólanum myndast sannkölluð fjölskyldustemming þar sem gleðin og stoltið leynir sér ekki hjá börnunum og fylgdarmönnum þeirra.
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar og Bjarni Gunnarsson fá sérstakar þakkir fyrir frábært samstarf og liðlegheit í kringum starfsemi íþróttaskólans.
Fjölmörg fyrirtæki styrktu íþróttaskólann og gerðu okkur kleift að gleðja börnin með hollri hressingu eða glaðningi í lok hvers tíma.
Eftirfarandi fyrirtækjum færum við sérstakar þakkir fyrir stuðninginn:
Elektro co Dalvík
Darri Grenivík
Latibær Garðabæ
Norðurströnd Dalvík
Nordic water Hafnarfirði
Promens Dalvík
Samkaup/úrval Dalvík
Skíðasport Dalvík
Tréverk Dalvík
Harpa Rut Heimisdóttir, íþróttafræðingur, M.S.
Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi.