Íþróttamiðstöð Dalvíkur árið 2013

Íþróttamiðstöð Dalvíkur árið 2013

 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ DALVÍKUR ÁRIÐ 2013


Fögnum nýju ári með reglulegum heimsóknum í heilsuræktina.


MORGUNÞREK – SPINNING OG STANGIR – PILATES / BOLTA – (H)ELDRI BORGARAR
LOKAÐIR ÁTAKSTÍMAR - STYRKTAR OG ÞOLNÁMSKEIÐ FYRIR ALLA! 

Kennt verður skv. eftirfarandi tímatöflu:

Morgunþrek / Þrek eru þrektímar þar sem uppistaðan er stöðvaþjálfun blandað verður saman pöllum, hjólum og fjölbreyttum styrktaræfingum. Markhópurinn eru karlar og konur á öllum aldri sem vilja bæta styrk og úthald. Tilvalið að byrja daginn á hressandi æfingu. Námskeiðið er öllum opið sem eiga kort í líkamsrækt. Leiðbeinendur Jóna Gunna og Hanna.


Spinning og styrkur eru tímar sem byggjast upp á samblandi af hjóli og lyftingum. Tímarnir eru einfaldir og mjög árangursríkir. Leiðbeinandi mun spila það af fingrum fram hverju sinni hversu mikið er hjólað og hversu mikið er lyft. Markhópur eru karlar og konur sem vilja auka úthald og um leið að styrkja líkamann. Námskeiðið er öllum opið sem eiga kort í líkamsrækt. Leiðbeinendur Jóna Gunna og Hanna.


Lokaðir átakstímar er námskeið ætlað konum þar sem leiðbeinandi veitir þátttakendum mikið aðhald í 8 vikur. Tímarnir verða mjög fjölbreyttir þar sem stöðvaþjálfun, stangir, spinning, tækjasalur og útivera verða hluti af dagskránni. Leiðbeinandi mun mæla og vigta þátttakendur og veita ráðgjöf um hollt mataræði. Markhópur eru konur sem vilja komast af stað í heilsurækt. Þátttakendur verða að skrá sig eigi síðar en 8. janúar og hefst námskeiðið 9. janúar ef næg þátttaka fæst. Aðgangur að tímunum er eingöngu ætlað þeim sem skrá sig í upphafi og hafa kort í líkamsrækt. Leiðbeinenandi Jóna Gunna.


Tækjasalur eru tímar sem eru ætlaðir þeim sem eru óöryggir í tækjasal og vilja kynna sér betur tæki heilsuræktar. Jafnframt er mikilvægt að nota tæki rétt og munu leiðbeinendur aðstoða fólk við að ná réttri líkamsbeitingu í tækjum. Markhópur eru karlar og konur sem vilja nýta sér tækjasal heilsuræktar. Aðgangur að þjónustu leiðbeinenda í tækjasal er öllum opinn sem eiga kort í líkamsrækt. Leiðbeinendur Jóna Gunna og Hanna.


Pilates/ boltatímar eru tímar ætlaðir konum þar sem áhersla er lögð á að þjálfa djúpvöðva líkamans, sem gefur langa fallega vöðva, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Styrkjandi, skemmtilegir og krefjandi æfingar þar sem hver og einn getur ráðið sinni ákefð. Markhópur konur á öllum aldri. Námskeiðið er öllum opið sem eiga kort í líkamsrækt. Leiðbeinandi Ása Fönn.


Stangastuð er vinsæll hóptími þar sem lóð og stangir eru notuð til þess að styrkja vöðvana. Tímarnir eru fullir af orku og hvatningu. Enginn hopp eða högg á líkamann, aðeins hörku átök þar sem léttar stangir með lóðum eru notaðar. Hver þátttakandi stjórnar þyngd á lóðum. Styrkur, brennsla og þol í sama tímanum. Markhópur eru karlar og konur á öllum aldri.
Þú myndir aldrei taka svona vel á því í tækjasalnum.

Leikfimi fyrir 60 ára og eldri og fólk með skerta hreyfigetu
Í boði eru leikfimitímar fyrir 60 ára og eldri, fólk með skerta hreyfigetu eða þá sem eiga erfitt vegna sjúkdóma s.s. hjarta- og æða. Líkamsrækt fólks á besta aldri hefur aukist og verið sýnilegri undanfarin ár. Líkaminn er með því dýrmætasta sem við eigum. Með markvissri og stigvaxandi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er.


Leiðbeinandi er Ása Fönn Friðbjarnardóttir. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. janúar og stendur til og með 27. febrúar. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00 – 11:00


Verð á námskeiðið er 10.000 kr. Innifalinn er aðgangur í líkamsrækt og önnur námskeið.

Nýtt afgreiðslukerfi í Íþróttamiðstöð Dalvíkur
Í janúar verður nýtt afgreiðslukerfi tekið í notkun í Íþróttamiðstöð Dalvíkur. Samhliða því mun ný gjaldskrá taka gildi. Helstu breytingar eru þær að tekið verður upp að rukka börn á aldrinum 6 – 17 ára um 200 kr. Börn 6 – 17 ára búsett í Dalvíkurbyggð stendur til boða að kaupa þjónustukort að upphæð 500 kr. sem veitir frían aðgang að sundlaug Dalvíkur. Kortið gildir að 18 ára afmælisdeginum. Mikilvægt er að þjónustukort sé alltaf meðferðis þegar komið er í sund. Jafnframt verður gerð breyting á frystingu korta sem verður með þeim hætti að greiða þarf sérstaklega fyrir frystingu.


FRÁBÆRT VERÐ ER Á ÁRSKORTUM þar sem innifalinn er aðgangur í sund, rækt og í skipulagða tíma – kortið kostar 45.000 kr.

Frekari upplýsingar um námskeið, verð og afslætti í Íþróttamiðstöð, s: 466-3233, tölvupóstur sundlaug@dalvikurbyggd.is  


SJÁUMST HRESS OG KÁT!
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA!
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN DALVÍK