Það er þéttur fréttapakki frá Sumarleikum HSÞ þar sem kepptu 168 keppendur á öllum aldri og frá mörgum félögum. Þar á meðal UMSE, UFA HSÞ, UMSS , ÍR og ÚÍA
Stefanía Aradóttir Dalvík bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti í meyjaflokki 15-16 ára um tæpa 3m þegar hún kastaði 44,86m. Einnig átti hún kast sem mældist 44,00m. Það má geta þess að Stefanía er einungis á yngra ári í þessum flokki
UMSE mætti með 37 keppendur vann til fjölda verðlauna eða 31 gull, 19 silfur og 21 brons
Þar fór fremst í flokki Ólöf Rún Júlíusdóttir Umf Reyni sem vann til tvennra gullverlauna-fimm silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna í 13-14 ára flokki stelpna
Einnig má minnast á Karl Vernharð Þorleifsson Dalvík sem sigraði í hástökki , spjótkasti og kúluvarpi í flokki 11-12 ára
Árangur fyrir einstök félög:
Dalvík: Stefanía setti ÍSlandsmet í sleggjukasti og varð 3. í stangarstökki. Antonía Ketilsdóttir 8 ára sigraði í 600m og langstökki og varð 3. í 60m. Guðfinna sigraði í 600m og varð 3. í 60m, spjótkasti og langstökki. Júlíana Björk Gunnarsdóttir sigraði í 400m hlaupi á frábærum tíma 72,98 sek og sigraði einnig í 60m grind og varð 2. í kúlu,hástökki og spjótkasti.Karl Vernharð Þorleifsson sigraði í hástökki , spjótkasti og kúluvarpi í flokki 11-12 ára
Smárinn: Natalía Sól Jóhannsdóttir Sigraði í 60m hlaupi í flokki 8 ára og yngri, Katrín Torfadóttir sigraði í boltakasti 9-10 ára stelpna og Helgi Pétur Davíðsson varð annar í 60m og 3. í langstökki
Æskan: Sævar sigrðaði í boltakasti 9-10 ára stráka með risakast upp á 46 m og hann sigraði einnig í spjókasti og varð 3. í 600m hlaupi. Eir Starradóttir varð 2. í sleggjukasti. Dagbjört varð 3. í spjótkasti
Samherjar: Sveinborg 15-16 ára sigraði stangarstökkið og stökk 2,40m en stökk 2,60m á Vormóti UMSE.Sveinborg varð 2. í kringlukasti og Hún varð þriðja í spjóti, sleggjukasti og 80m grindahlaupi. Guðmundur Daníelsson varð 3. í spjóti og 60m grind og annar í sleggjukasti
Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir varð 3. í 400m,
Ólafsfjörður: Gunnlaug sigraði í hástökki og 2. í 80m grind, Gunnlaug bætti sig mikið í spjótkasti ( 2. sæti)varð 3. í þrístökki, langstökki , kúlu og 300m grind . Leó sigraði í spjótkasti 17-18 ára og kringlukasti og varð annar í sleggjukasti og kúlu . Erla Marí Sigurpálsdóttir sigraði í spjótkasti og varð önnur í sleggjukasti. Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir sigraði í sleggjukasti með yfirburðum og kastaði 31,23 m.
Grenivík: Jón Þorri Hermannsson 8 ára sigraði í 60m hlaupi,langstökki og boltakasti
Reynir: Ólöf Rún Júlíusdóttir vann til tvennra gullverlauna ( 100m,boðhlaup)-fimm silfurverðlauna ( kúla,þrístökk,200m, Stangarstökk,spjótkasti) og þriggja bronsverðlauna (400m,80m grind,sleggjukast) í 13-14 ára flokki stelpna
Arlinda Fejzulahi sigraði í kúluvarpi og kringlukasti og varð 2. í sleggjukasti.