Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11-14 ára var haldið um helgina. UMSE hafnaði í 5. sæti af 20 liðum á mótinu og er þar með 5. besta liðið á landinu í þeim flokki.
Íslandsmeistarar helgarinnar urðu:
Þorri Mar Þórisson Dalvík varð Íslandsmeistari í hástökki 11 ára stráka eftir harða keppni þegar hann stökk 1,30 metra.
Karl Vernharð Þorleifsson Dalvík sigraði síðan í spjótkasti 12 ára stráka þegar hann kastaði 33,94 metra.
Þóra Björk Stefánsdóttir Smáranum varð íslandsmeistari í spjótkasti 12 ára stelpna þegar hún kastaði 24,97 metra.
Hér er listi yfir hvernig UMSE hefur gengnið síðustu fimm ár í heildarstigakeppninni:
2005 úti 8.sæti 143 stig FH sigrar með 470 stig
2006 úti 3. sæti 241 stig FH sigrar með 474 stig
2007 inni 6. sæti 207 stig ÍR sigrar með 466 stig
2007 úti 4.sæti 215 stig ÍR sigrar með 558 stig
2008 inni 5.sæti 105,5 stig ÍR sigrar með 605 stig
2008 úti 4. sæti 274 stig ÍR sigrar með 602 stig
2009 inni 2. sæti 296 stig ÍR sigrar með 508 stig
2009 úti 1. sæti 496 stig UMSE sigrar með 496 stig
2010 inni 4. sæti 243 stig ÍR sigrar með 571 stig
2010 úti 5. sæti 308 stig ÍR sigrar með 540 stig