SÍMEY, Jafnréttisstofa, NVL, Háskólinn á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til málþings um atvinnulíf framtíðarinnar sem haldið verður á Hótel KEA 21. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00.Sérstakur gestur verður Ingegerd Green frá Svíþjóð sem er ráðgjafi í fyrirtækjarekstri með sérstöku tilliti til framtíðarþróunar og sköpunar.
Hvaða stöðu ætla Íslendingar að taka sér í heimi sífelldra breytinga? Hvernig ætlum við að nýta auðlindir landsins í framtíðinni, mannauðinn, orkuna, fiskinn, landið og náttúruna sem og þann sköpunarkraft sem býr í þjóðinni?
Nú er einmitt rétti tíminn til að horfa til framtíðar og marka okkur framtíðarstefnu. En hvert viljum við stefna og hvernig komumst við á áfangastað?
Allt þetta verður til umræðu á málþinginu um atvinnulíf framtíðarinnar. Að loknum erindum verða pallborðsumræður með þátttöku fólks úr atvinnulífinu og menntakerfinu. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en málþingsgjald er 1.500,- krónur.
Upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðu Símeyjar www.simey.is eða með því að smella hér.