Dalvíkurbyggð hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að fjalla um starfsemina í Ungó og Sigtúni, þar á meðal að koma með hugmyndir að því hvernig mögulegt er að auka nýtingu á húsnæðinu.
Íbúum gefst nú tækifæri til að koma sínum hugmyndum varðandi mögulega nýtingu á húsnæðinu á framfæri við vinnuhópinn en mikilvægt er að fá öll sjónarmið upp á borðið.
Allir sem hafa hugmyndir eða ábendingar varðandi frekari nýtingu á Ungó geta sent þær á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is fyrir 15. júlí 2015. Vinnuhópurinn mun svo hafa þær til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu.
Fyrir hönd vinnuhóps,
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.