Hvernig gerum við gott samfélag betra?

Hvernig gerum við gott samfélag betra?

Hvernig gerum við gott samfélag betra?

Laugardagurinn 11. febrúar frá kl. 13:00-15:00 í Dalvíkurskóla

Síðustu misseri hefur farið fram heilmikil vinna í kringum ímynd Dalvíkurbyggðar. Búið er að vinna með Dalvíkurbyggð sem vinnustað og sem þjónustuveitanda. Þar var lagður grunnur að ákveðnum þáttum sem áfram er unnið að. Næsta skref er að vinna með Dalvíkurbyggð sem samfélag og þar höfum við sem íbúar heilmikið að segja en öll samfélög byggjast upp í kringum íbúana sem þar búa. Samfélög eru eins mismunandi og þau eru mörg og stundum er raunin sú að íbúarnir horfa öðruvísi á samfélagið sitt en þeir sem standa utan við það.

Þér er boðið að hafa áhrif

Með það að leiðarljósi vill atvinnumála- og kynningarráð bjóða íbúum sveitarfélagsins að koma saman til að ræða ýmsar spurningar sem varða samfélagið okkar, með það að markmiði að skoða hvernig við getum gert gott samfélag betra. Með jákvæðni og bjartsýni að vopni vill ráðið, í samráði við íbúa, skoða það hvernig við getum eflt þjónustu og fyrirtæki á svæðinu sem og samfélagið allt. Við viljum því ræða spurningar eins og:  Hvað gerir okkur að íbúum Dalvíkurbyggðar? Hvað getum við sem íbúar gert til að gera samfélagið okkar betra? Hvar liggja tækifærin okkar? Hvernig getum við stutt og eflt  þjónustu og fyrirtæki í Dalvíkurbyggð?

Fyrirkomulag þessarar umræðu verður í vinnuhópum þar sem hver vinnuhópur hefur hópstjóra, fyrirfram skipaðan af atvinnumála- og kynningaráði. Hver hópstjóri stýrir umræðunni og mun í lokin segja frá niðurstöðum síns hóps. Þeir sem sitja í vinnuhópunum þurfa því aðeins að koma og segja sínar skoðanir en eftirláta hópstjóra að standa upp og skýra frá niðurstöðum hópsins.

 

Dagskrá:

13:00     Setning

             Freyr Antonsson, formaður atvinnumála- og kynningarráðs og fundarstjóri, setur þingið

13:05     Skiptir máli hvað fólki finnst? Hugleiðingar um stefnumótun og þátttöku almennings.

              Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

13:30     Hópavinna í umræðuhópum

14:30     Hópstjórar kynna niðurstöður umræðuhópa

             Fulltrúar ungmennaráðs kynna niðurstöður sambærilegs fundar sem haldinn verður 9. feb fyrir ungmenni í sveitarfélaginu 

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir á skrá sig á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is , rafrænt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar eða í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900 í síðasta lagi fimmtudaginn 9. febrúar.

 

Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs

Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi