Árleg hunda- og kattahreinsun fer fram í Dalvíkurbyggð dagana 24.-26. nóvember, alla dagana frá kl. 16:00-18:00. Kattahreinsun fer fram 24. nóvember og hundarhreinsun fer fram 25. og 26. nóvember.
Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald er skylt að örmerkja dýrin. Samhliða hreinsuninni verður boðið upp á, gegn gjaldi, að örmerkja þau dýr sem ekki hafa verið örmerkt. Framvísa þarf kvittun fyrir greiðslu leyfisgjalda.
Hreinsunin fer fram í áhaldahúsi Hitaveitu Dalvíkur við Sandskeið.
Hunda- og kattaeigendum er skylt að mæta með hunda og ketti sína til hreinsunar. Ef hreinsun hefur þegar farið fram eru eigendur vinsamlegast beðnir um að koma í áhaldahús og framvísa vottorði því til staðfestingar.
Dalvíkurbyggð, nóvember 2014
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs