Dalvíkurbyggð auglýsir fasteignina Hólaveg 1 á Dalvík til sölu og verður hún til sýnis fimmtudaginn 8. september kl. 17:00-17:30.
Um er að ræða 231,8 m² íbúðarhús sem breytt hefur verið fyrir núverandi starfsemi og er skráð sem barnagæsluhús í Fasteignaskrá.
Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris.
Kjallarinn er 50,0 m² og skiptist í inngang, snyrtingu, tvö rými og tækni rými. Fyrst er komið inn í forstofu og þvottahús með salerni innaf. Þar er flögutex á gólfum. Síðan eru tvö rými með plastparketi á gólfum. Innaf öðru rýminu er svo tækjarými.
Aðalhæðin er 111,5 m² og skiptist í rúmgóða forstofu, eldhús, hol og stofu, eitt herbergi, aðalinngang, geymslu og salerni. Á salerninu er þrjú klósett. Á öllum gólfum hæðarinnar er dúkur að stofunni undanskilinni en það er plastparket. Steyptur teppalagður stigi er upp í risið.
Risið er 70,3 m² og skiptist í hol, fjögur herbergi, salerni og geymslu undir súð. Dúkur er á öllum gólfum.
Lóðin er 857,5 m² og er að stærstum hluta afgirt.
Allar nánari upplýsingar á http://www.kaupa.is/soluskra/eign/376787