Í gær var opnuð sýning í Bergi til heiðurs Guðrúnu Elínu Klemensdóttur (Gunnellu) sem lengi kenndi hannyrðir við Dalvíkurskóla en hún varð áttræð sl. sunnudag.
Það voru nokkrir samkennarar hennar sem jafnframt höfðu verið nemendur hennar sem söfnuðu saman sýnishornum af handavinnu frá árunum 1962-1975 og unnin var af 9-15 ára gömlum stúlkum.
Sýningin verður opin á opnunartíma Bergs næstu þrjá daga eða fram á laugardagnin 1. nóvember.
Bæjarbúar eru hvattir til að missa ekki af einstöku tækifæri til að skoða þá metnaðarfullu vinnu sem þessir fallegu og vel gerðu munir bera vitni um.