Dalvíkurbyggð hefur verið gefin mynd eftir Rafn Sigurðsson. Rafn var Dalvíkingur, fæddur árið 1937 en hann lést af slysförum árið 1967. Eftir Rafn er til fjöldi mynda. Gefandi myndarinnar er Jóhann Tryggvason, frá Þórshamri á Dalvík. Myndin er nafnlaus, en í bréfi sem Jóhann skrifar með myndinni eftir félaga sinn segir að honum þyki hún táknræn fyrir tengsl Rafns við Rússland og veru hans þar, en Rafn var kvæntur rússneskri konu og bjó þar um tíma.
Menn geta nú rýnt í myndina og reynt að átta sig á meiningu þess, en myndin verður nú skráð í myndasafn Dalvíkurbyggðar og mun mögulega rata á sýningu í Bergi þegar það á við.