Þann 11. febrúar sl. rann út umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra fræðslu-og menningarmála hjá Dalvíkurbyggð. Alls bárust 11 umsóknir um starfið, sjá hér.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. febrúar að ráða Gísla Bjarnason í starfið.
Gísli hefur lokið B.ed prófi í íþróttakennarafræðum frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Einnig hefur Gísli sótt nám í skólastjórnun frá Háskólanum á Akureyri og nám á meistarastigi í stjórnun menntastofnana frá sama skóla. Gísli hefur mikla reynslu af kennslu í grunnskóla og verið í stjórnunarstarfi í grunnskóla frá árinu 1997 nú síðast skólastjóri Dalvíkurskóla frá árinu 2008. Einnig hefur Gísli verið viðloðandi þjálfun og ýmis ábyrgðarstörf í íþróttahreyfingunni.
Gísli hóf fyrst störf hjá Dalvíkurbyggð árið 1986 sem leiðbeinandi í Dalvíkurskóla og hefur starfað hjá sveitarfélaginu næstum óslitið síðan utan námsfría.
Við bjóðum hann velkominn í starf sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs.