Atvinnumála- og kynningaráð Dalvíkurbyggðar efnir til fyrirtækjaþings í Bergi á Dalvík fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 13:00 -16:00. Markmið þingsins er að skoða og ræða stöðu á húsnæðismarkaði í sveitarfélaginu, með áherslu á nýbyggingar.
Við hvetjum hagsmunaaðila í sveitarfélaginu og alla áhugasama til að skrá sig til þátttöku og taka þátt í þessari umræðu með okkur.
Skráningarfrestur er til 19. nóvember kl. 13:00 á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is eða í síma 460 4908.
Dagskrá þingsins (með fyrirvara um breytingar)
Þingið sett
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð
Inngangur
Freyr Antonsson, formaður atvinnumála- og kynningaráðs
Kostnaður vegna nýbygginga, gatnagerðagjöld og annar tilfallandi kostnaður
Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Kynning á niðurstöðu skoðanakönnunar um stöðu húsnæðismarkaðar í Dalvíkurbyggð
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi
Hvernig er húsnæðismarkaðurinn í Dalvíkurbyggð?
Sigurður Sveinn Sigurðsson, fasteignasali hjá Hvammi
Húsnæði fyrir alla; „framleiðsla og rekstur hagkvæmra íbúða fyrir almenning í samvinnufélögum/sjálfseignarfélögum sem rekin eru án hagnaðarkröfu“
Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi
Eftir erindin er gert ráð fyrir að fram fari umræða í hópum þar sem hægt verður að ræða stöðuna út frá nokkrum lykilspurningum undir stjórn hópstjóra.